Kvenfélagskonur funda í Héðinsminni

Aðalfundur Sambands skagfirskra kvenna heldur aðalfund sinn í dag kl. 13 í félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Meðal fundarstarfa verður ágóði af vinnuvöku afhentur Krabbameinsfélagi Skagafjarðar.

Þá mun Jenný Jóakimsdóttir, starfsmaður KÍ, flytja erindi um fatasóunarverkefni KÍ og störf kvenfélaga.

Allar kvenfélagskonur í Skagafirði eru velkomnar að sækja fundinn og hafa þær málfrelsi og tillögurétt en aðeins kjörnir fulltrúar hafa atkvæðarétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir