Kvennamót GSS
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
08.07.2014
kl. 12.51
Kvennamót GSS fór fram sunnudaginn 6. júlí. Samkvæmt vef GSS voru vallaraðstæður frekar erfiðar en vatnspollar voru í nokkrum sandgryfjum og völlurinn víða eins og blautur svampur eftir rigninguna síðustu daga. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Hlaðborð vinninga er aðalsmerki kvennamótsins og fengu allir keppendur glaðning.
Í fimm efstu sætunum voru:
1. Guðlaug María Óskarsdóttir GA – 34 punktar.
2. Ragnheiður Matthíasdóttir GSS – 34 punktar.
3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 31 punktur.
4. Dóra Kristín Kristinsdóttir GHD – 31 punktur.
5. Dagrún Mjöll Ágústsdóttir GR – 30 punktar.
Nánari upplýsingar um úrslitin er að finna hér.