Kynningarfundur um Hálendisþjóðgarð á Húnavöllum í kvöld

Í dag á að gera þriðju tilraunina til að halda í Húnavallaskóla kynningarfund umhverfis- og auðlindaráðherra á frumvarpi um Hálendisþjóðgarð, sem byggir á skýrslu þverpólitískrar nefndar. Tvisvar hefur þurft að fresta fundi vegna veðurs. „Veðurspáin lofar góðu svo okkur er ekkert að vanbúnaði,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

Fundurinn fer fram í dag, þriðjudaginn 28. janúar klukkan 20.00 í Húnavallaskóla, Húnavatnshreppi. Á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis kemur fram að frumvarpið taki til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Er það í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins.

Á fundunum mun ráðherra m.a. fara yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarpsins.

Sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir