Lækjamót ræktunarbú ársins
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 1. nóvember sl. „Skemmtinefndin fór á kostum eins og vanalega og Þórhallur Sverrisson sá um matinn þetta árið,“ segir á heimasíðu Þyts. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, girnilegt smáréttarhlaðborð, gleði og gaman.
Veittar voru viðurkenningar á uppskeruhátíðinni var það Ísólfur L. Þórisson sem hlaut titilinn knapi ársins í 1. flokki.
Þrír efstu knapar í hverjum flokki fengu viðurkenningu.
Viðurkenningar í 1. flokki fengu Ísólfur, Tryggvi og Fanney Dögg. Ljósm./Þytur
1. flokkur
1 sæti Ísólfur L Þórisson
2 sæti Tryggvi Björnsson
3 sæti Fanney Dögg Indriðadóttir
Viðurkenningar í 2. flokki fengu Jónína, Stella og Sigrún Eva. Ljósm./Þytur
2. flokkur
1 sæti Jónína Lilja Pálmadóttir
2 sæti Stella Guðrún Ellertsdóttir
3 sæti Sigrún Eva Þórisdóttir
Ungmennaflokkur
1 sæti Helga Rún Jóhannsdóttir
2 sæti Kristófer Smári Gunnarsson
3 sæti Birna Olivia Agnarsdóttir
Viðurkenningar í ungmennaflokki fengu Helga Rún, Kristófer, sem vantar á mynd, og Birna. Ljóm./Þytur
Munaði aðeins einu stigi
Ræktunarbú ársins er Lækjamót en það munaði aðeins einu stigi á því og búinu sem var í 2. sæti sem var Grafarkot. Syðri-Reykir voru í 3. sæti.
Hæst dæmdi stóðhesturinn og hæst dæmda hryssan voru Karmen frá Grafarkoti og Askur frá Syðri-Reykjum.
Karmen frá Grafarkoti er undan Álfi frá Selfossi og Klassík frá Grafarkoti. Ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson og eigandi er Sigurður Örn Ágústsson. Kostir: 8,32 Sköpulag: 8,09 Aðaleinkunn: 8,23
Askur frá Syðri-Reykjum er undan Akk frá Brautarholti og Nös frá Syðri-Reykjum. Ræktandi er Helga Una Björnsdóttir og eigandi er Haukur Baldvinsson. Kostir: 8,59 Sköpulag: 8,13 Aðaleinkunn: 8,41.
Verðlaunuð voru þrjú efstu hross í hverjum flokk:
4 vetra hryssur
Vík frá Lækjamóti a.e. 8,08
Ósvör frá Lækjamóti a.e. 7,92
Sóldögg frá Áslandi a.e. 7,81
5 vetra hryssur
Vitrun frá Grafarkoti a.e. 7,95
Hellen frá Bessastöðum a.e. 7,90
Áróra frá Grafarkoti a.e. 7,85
5 vetra stóðhestar
Brimnir frá Efri-Fitjum a.e. 8,35
Karri frá Gauksmýri a.e. 8,15
6 vetra hryssur
Vinátta frá Grafarkoti a.e. 8,02
Birta frá Áslandi a.e. 7,97
Snælda frá Miðhópi a.e. 7,89
Stóðhestar 6 vetra
Askur frá Syðri-Reykjum a.e. 8,41
7 og eldri vetra hryssur
Karmen frá Grafarkoti a.e. 8,23
Sigurrós frá Lækjamóti a.e. 8,17
Ára frá Syðri-Reykjum a.e. 8,14
Stóðhestar 7 vetra og eldri
Safír frá Efri-Þverá a.e. 8,17
Hrammur frá Efra-Núpi a.e. 8,12