Landsbankamótið um helgina - Jón Jónsson og Auddi Blö skemmta á kvöldvökunni

Landsbankamótið fyrir 5.-7. flokk stúlkna fer fram á Sauðárkróki dagana 28. og 29. júní og verður bærinn því fullur af fræknum fótboltastelpum um helgina. Á laugardagskvöldið kl. 20 verður haldin kvöldvaka í Grænuklauf en þar munu Jón Jónsson og Auddi Blö skemmta og eru allir velkomnir.  

Spilað verður í sjö manna bolta í 5. flokki en fimm manna bolta í 6. og 7. flokki. Þá er ýmis afþreying í boði í tengslum við mótið, t.d. morgunhlaup fyrir foreldra, systkinamót (8. flokkur) og hægt að skella sér í golf. Þátttakendum mótsins er boðið í allar sundlagar í Skagafirði.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins.

Fleiri fréttir