Landsmót ekki á Vindheimamelum 2014
Á stjórnarfundi Landssambands hestamannafélaga í gær 19. desember var tekin ákvörðun um staðarval fyrir Landsmót 2014 og 2016. Ákvað stjórn LH að ganga að samningsborði fyrir Landsmót 2014 við Rangárbakka (Hella) og fyrir Landsmót 2016 við Gullhyl (Vindheimamelar)
Þetta er nokkuð óvænt ákvörðun í ljósi þess að venja hefur verið að mótin séu haldin til skiptis á Norður- og Suðurlandi en Landsmót verður haldið í Reykjavík 2012.
Stjórn hestamannafélagsins Léttfeta lýsir furðu sinni á ákvörðun LM á landsmótsstað fyrir árið 2016 þar sem ekki var sótt um að halda mótið það ár af hálfu hestamannafélaganna í Skagafirði. Einungis var sótt um að halda Landsmót árið 2014