Landsmót STÍ á Blönduósi

Fjórða landsmót STÍ í haglagreinum þetta sumarið var haldið á skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi dagana 14-15 júní. 24 keppendur frá 6 skotfélögum skráðu sig til leiks, þar af 7 í kvennaflokki.

Að loknum 3 umferðum á laugardegi höfðu verið jöfnuð tvö íslandsmet, Snjólaug M. Jónsdóttir frá Skotfélaginu Markviss vann kvennaflokkinn með 47 stig sem var jöfnun á Íslandsmeti hennar frá 2013, og kvennalið Skotfélags Reykjavíkur jafnaði Íslandsmetið í liðakeppni með 98 stig, sem þær settu ásamt liði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar fyrir tveimur vikum á landsmóti í Þorlákshöfn.

Úrslit í kvennaflokki urðu eftirfarandi.

1.sæti. Snjólaug M. Jónsdóttir, MAV. 47 stig.

2.sæti. Lisa Óskarsdóttir, SR.35 stig.

3.sæti. Helga Jóhannsdóttir, SIH. 33 stig.

Liðakeppni.

Lisa Óskarsdóttir, Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Skaftadóttir, SR. 98 stig.

Eftir fyrri keppnisdaginn voru Grétar Mar Axelsson SA og Hákon Þór Svavarsson SFS efstir með 67stig, Guðlaugur Bragi Magnússon SA var þriðji með 66 stig.

Á sunnudeginum hélt baráttan áfram milli Grétars og Hákons og fór svo að Grétar hafði betur með 113 stig og var aðeins einu stigi frá meistaraflokksskori, Hákon hafnaði í öðru sæti með 112 stig. Bráðabana þurfti til að skera úr um þriðja sætið en Sigurður Jón Sigurðsson SIH átti góðan seinni dag og náði Guðlaugi Braga, en þeir luku keppni með 105 stig. Sigurður Jón hafði svo betur í bráðabana og landaði 3 sætinu.

Lið Skotfélags Akureyrar, þeir Guðlaugur Bragi, Grétar Mar og Sigurður Áki jöfnuðu svo íslandsmetið í liðakeppni karla með 315 stig.

Nánari úrslit má sjá hér.

Og myndir frá mótinu hér.

Íslandsmótið í Norrænu Trappi (Nordic Trap) fer fram í Hafnarfirði um næstu helgi, en næsta Skeet mót verður haldið fyrstu helgina í júlí. Þar er um að ræða alþjóðlega mótið SIH-OPEN sem haldið er ár hvert af skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Mótaskráin er þétt skipuð út sumarið en 4 mót eru í júlí og 3 í ágúst auk Norðurlandamóts sem haldið er í Kaupmannahöfn, tímabilinu líkur svo í september með bikarmóti sem haldið verður af Skotfélagi Keflavíkur.

Karlaflokkur 2014. Ljósm./Skotf.Markviss

Karlalið SA. Ljósm./Skotf.Markviss

Kvennalið SR 2014. Ljósm./Skotf.Markviss

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir