Langspilsleikur og Pilsaþytur í Glaumbæ í dag

Hátíðlegra verður það varla. Mynd:FB/Byggðasafn Skagfirðinga
Hátíðlegra verður það varla. Mynd:FB/Byggðasafn Skagfirðinga

Í dag, 24. júlí, kl 16:00 verður boðið upp á skemmtilegan viðburð í Glaumbæ, Langspilsleik og Pilsaþyt. „Konurnar í Pilsaþyt munu gleðja gesti með nærveru sinni og Eyjólfur mun koma til okkar á ný og spila á langspil en langspilsleikur hans vakti mikla lukku þegar hann kom til okkar síðasta sumar,“ segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook.

Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 10-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót. Leiðsagnir eru í boði alla daga kl. 13. Áskaffi er opið frá kl. 12-18 með gómsætar veitingar að venju.

Lögheimilisíbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps eru minntir á ársmiðann sem gildir í eitt ár frá kaupum hans, óháð fjölda heimsókna. 

Allir velkomnir í Glaumbæ!  

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir