Leggur í hann á Kilimanjaro

Í dag mun Hildur Valsdóttir frá Hvammstanga leggja upp í ævintýralegt ferðalag, en ferðinni er heitið á hið 5895 metra háa fjall Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku og hæsta frístandandi fjall heimsins. Hildur er í dag búsett í Stavanger í Noregi en heldur mikilli tryggð við Hvammstanga.

Ferðalag Hildar hefst með flugi til Nairobí í Kenya. Þar mun hún dvelja  einn dag og taka svo rútu til Moshi í Tansaníu. Degi eftir komuna þangað leggur hún svo á fjallið. Viðtal við Hildi er að finna á vefnum Norðanátt og má lesa það hér.

Fleiri fréttir