Leikdagur í dag

Mynd: Davið Már
Mynd: Davið Már
Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
 
Sigríður Inga byrjar að því að segja...  Maður er orðin eitthvað kærulaus á öðrum degi sumars. Það er víst LEIKDAGUR Í DAG!
Bið ykkur afsökunar á að dagskráin sé ekki komin fyrr út og vona að ykkur hafi ekki verið meint af😎
 
Nú höldum við á Álftanes í kvöld í leik 2 kl. 19:15. Gleymdi að óska Álftnesingum til hamingju með það að vera í fyrsta sinn í sögu félagsins í undanúrslitum. Það var gaman að taka á móti þeim í Síkinu á mánudaginn. Stuðningsfólk þeirra algjört toppfólk!
 
Vona að þið hafið vaknað vel í morgun og séuð búin að drekka nóg af vatni💦 Komin í Tindastólsbolinn og búin að flagga Tindastólsfánanum. Geri ráð fyrir því að allir séu mættir til vinnu og þið hafið tekið ykkur lögbundinn kaffitíma og haft eitthvað gott með kaffinu og rætt leikinn aðeins við samstarfsfólk ykkar.
Nú þegar fer að líða að hádegi er um að gera að fara huga að því hvað skal borða í hádeginu. Það er nú föstudagur og því um að gera að gera vel við sig í mat.
Kl. 12:00 - Muna að panta föstudagskjúllan í Skaffó eða Hlíðó fyrir kvöldið.
Kl. 12:30- Þau ykkar sem ætlið að keyra suður á leikinn ættuð að fara leggja í hann🚗 Í guðanabænum verið með vatnsbrúsa með ykkur💦
Kl. 14:30 - Nú er fólk hætt að vinna og alveg eins gott að koma sér bara heim og skella sér í smá útivist fram að leik.
Kl. 16:00 - Vatnsglas💦 Kaffi☕️🍪
Kl. 16:45 - Stoppa við Bessastaði og taka mynd📸 Ekki oft sem þið rúllið þarna framhjá.
Kl. 17:00 - Fyrirpartý Tindastóls á 3. hæð Kaldalónshallarinnar. Úlfur Úlfur og Sæþór koma fólki í gírinn🤠
Kl. 18:00 - Þau ykkar sem eruð ekki að fara á leikinn. Henda kjúllanum à borðið, ekki gleyma brúnu sósunni.🍗 Verið snögg að borða og ganga frà og komið ykkur svo vel fyrir í sófanum.
Kl. 19:15 - Leikur 2 Álftanes - Tindastóll🏀
 
MÁ ÉG HEYRA!
Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir