Leikfélag Sauðárkróks býður á leiksýningu

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu í dag vegna covid-19 hefur starf okkar hjá Leikfélagi Sauðárkróks breyst töluvert. Eins og við höfum sagt áður mun Sæluvikuleikritið okkar Á frívaktinni færast til haustsins 2020, leikstjóri og höfundur er Pétur Guðjónsson.  Leikfélag Sauðárkróks mun því  aðeins setja upp eina leiksýningu á árinu 2020 en vanalega höfum við sett upp tvær sýningar á ári. Hefðin hefur verið sú að á Sæluviku Skagfirðinga, sem byrjar að öllu eðlilegu síðasta sunnudag í apríl ár hvert, höfum við frumsýnt Sæluvikuleikritið okkar sem oftast er leikrit með söngvum eða farsar, á haustin höfum við svo sýnt barna- og fjölskyldu leikrit. Við stefnum á að taka upp þann þráð aftur 2021. Þann 26. apríl næstkomandi hefðum við átt að frumsýna að öllu eðlilegu en svo verður ekki.

Okkur langar samt að gleðja ykkur á þessum skrítnu tímum og setjum hér fyrir neðan slóð þar sem þið getið horft á Sæluvikuleikritið okkar frá því í fyrra sem heitir Fylgd, leikstjóri og höfundur er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. LS frumflutti leikritið á Sæluviku 2019 og er nánast öll tónlist í verkinu einnig frumsamin eftir heima fólk. Frumflutningur á verki er alltaf skemmtilegur en jafnframt fylgir því líka vinna.  LS hefur verið nokkuð duglegt að frumflytja leikrit.   

Ég vil því nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til allra sem hafa komið að sýningum okkar með einum eða öðrum hætti. Leikfélag Sauðárkróks er sannarlega ríkt af hæfileikaríku fólki.

Einnig þakkir til áhorfenda sem hafa verið duglegir að mæta til okkar á leiksýningar og við hlökkum til að taka á móti ykkur Á frívaktinni í haust en þar til bjóðum við ykkur að njóta þess að horfa á Fylgd heim í stofu.

Góða skemmtun
F.h. LS, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður LS

 

 

Fylgd_2 from Skagafjörður on Vimeo.

Fylgd_2 from Skagafjörður on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir