Vakin er athygli á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til 31. júlí
Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og lögð er sérstök áhersla á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag fyrirtækisins, sem landshlutinn okkar sannarlega er. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins vandlega áður en þeir senda inn umsókn.
Helstu úthlutunarreglur eru:
- Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni
- Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða
- Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki
Verkefni sem koma einkum til greina eru:
- Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru- og auðlindamála
- Listir, menning og menntun
- Forvarnar- og æskulýðsstarf
- Heilsa og hreyfing
Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru:
- Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknasjóður veitir styrki til námsfólks og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga)
- Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda
- Námsstyrkir
- Utanlandsferðir
Almennar fyrirspurnir má senda á netfangið samfelagssjodur@landsvirkjun.is
hmj
Heimildir:ssnv.is