Leikum á Króknum safnar fyrir ærslabelg

Ærslabelgir eru vinsæl leiktæki og þá má finna víða. Þessi á myndinni er staðsettur í Varmahlíð og er sívinsæll. Mynd: KSE.
Ærslabelgir eru vinsæl leiktæki og þá má finna víða. Þessi á myndinni er staðsettur í Varmahlíð og er sívinsæll. Mynd: KSE.

Nú er sá langþráði draumur orðinn að veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin fyrir ærslabelg á Sauðárkrók. Verður hann staðsettur hjá sundlauginni ef næst að fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir ærslabelgnum.

„Nú reynir á kraft fyrirtækja, góðgerðasamtaka, félagasamtaka, einstaklinga og samfélagsins að Sauðárkrókur eignist ærslabelg sem eflir hreyfingu, samveru og gleði líkt og á Hofsós, í Varmahlíð og í Fljótum. Hver króna skiptir máli,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Belgurinn sjálfur kostar um eina og hálfa milljón með fylgihlutum en hægt er að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning Local Heart. Kt 561216-0450 og rk.nr. 0161-26-005612.

„Með fyrirfram þökk og von um að innan tíðar geti börnin okkar farið að ærslast saman á belgnum.“ Í framvarðasveit Leikum á Króknum eru þær Auður Björk Birgisdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigurlína Erla Magnúsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir