Leitað að nýjum framkvæmdarstjóra Selaseturs Íslands

Mynd: Selasetur Íslands.
Mynd: Selasetur Íslands.

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn umsókn um stöðu framkvæmdarstjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga en umsóknir þurfa að berast fyrir 1. nóvember sem er næsti sunnudagur. Með þarf að fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og nöfn tveggja meðmælenda. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. 

Í starfinu felst m.a. stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands, öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins, uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra, móttaka gesta og miðlun þekkingar og rekstrar- og fjármálastjórnun setursins.

Á heimasíðu setursins kemur fram að Selasetur Íslands hafi verið stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Meginmarkmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. 

Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag. 
Sjá nánar HÉR

Tengdar fréttir: Sigurður Líndal ráðinn verkefnastjóri Vestfjarðastofu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir