Lesið úr nýfundinni ferðabók í Bjarmanesi

„Norðlendingar þessir standa í öllu langtum framar...“ í kaffihúsinu Bjarmanesi á Skagaströnd, sunnudaginn 13. júní kl. 14.  Karl Aspelund flytur opinn fyrirlestur á vegum Fræðaseturs HÍ á Norðurlandi vestra.

Þar les Karl úr nýfundinni ferðabók Bandaríkjamannsins S.S. Howland frá 1873 og sýnir myndir. Séstaklega verður greint frá kynnum Howlands af fólkinu á Hnausum, Stóruborg og í Bólstaðarhlíð og gefin uppskrift af skyri sem hann fékk í Víðidalstungu.

Karl er nemi til doktorsgráðu í mannfræði við Boston University í Bandaríkjunum og hefur síðastliðin þrjú ár unnið að rannsókn um eðli og stöðu þjóðlegs klæðnaðar íslenskra kvenna í dag. Hann hefur kennt fatahönnun og skyldar greinar við University of Rhode Island síðan 1996 en tók nýlega við fullri kennslustöðu í hönnun og búningasögu. Áður kenndi hann við Fataiðndeild Iðnskólans í Reykjavík og stjórnaði Iðnhönnunardeildinni þar jafnhliða því að hanna leikmyndir og búninga fyrir leikhús og kvikmyndir á Íslandi í rúman áratug.

Karl er höfundur tveggja bóka: *The Design Process*, sem er notuð til kennslu í á fimmta tug háskóla í Bandaríkjunum og *Fashioning Society*, sögulegt yfirlit um stöðu hátískuhönnunar í nútímaþjóðfélagi vesturlanda. Hann dvelur um þessar mundir sem gestafræðimaður hjá Textílsetrinu á Blönduósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir