Lést eftir fall við fossinn Glym

Aðstæður voru erfiðar á vettvangi slyssins við Glym. Mynd: Landsbjörg.
Aðstæður voru erfiðar á vettvangi slyssins við Glym. Mynd: Landsbjörg.

Um hálf ellefu í gærmorgun barst lögreglu tilkynning um að erlendur ferðamaður hafi fallið niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði. Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkraliði og fjölmennu liði frá björgunarsveitunum fóru á vettvang ásamt því að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vesturlandi kemur fram að aðstæður hafi verið erfiðar á vettvangi og fóru björgunarsveitarmenn upp gilið og komu að þar sem kona á þrítugsaldri fannst látin. Hún, ásamt maka sínum, höfðu verið tvö á gönguferð upp með gilinu að ofanverðu við Glym og hún fallið fram af brúninni. Fallið var mjög hátt og ljóst að konan lést samstundis. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi vinnur að rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir