Lestrarsumar á Blönduósi
Bókasafnið á Blönduósi vill hvetja börn á grunnskólaaldri til að koma oftar á bókasafnið og lesa meira. Keyptar hafa verið margar nýjar og spennandi barna- og unglingabækur fyrir sumarið.
Allir sem lesa að minnsta kosti þrjár bókasafnsbækur í sumarfríinu og segja bókaverði frá þeim þegar þeim er skilað, fá þá nafn sitt í pott sem dregið verður úr í lok sumars. Vinningur er 10.000 kr. gjafakort í bókabúð. Allir þátttakendur fá viðurkenningu. Umfjöllun um bækurnar sem voru lesnar munu birtast á Facebook-síðu bókasafnsins.
