Líf og fjör í Skagastrandarhöfn

Það er líf og fjör í Skagastrandarhöfn þessa dagana og segist Þórey hafnarvörður líta á þetta sem vertíð og hún sé nánast búin að flytja lögheimilið sitt í hafnarvogina. Fjórir stórir línubátar frá Grindavík og Rifi hafa verið að landa á Skagaströnd að undanförnu, auk smærri báta.

Þórey segir bátana hafa komið til Skagastrandar eftir að fiskeríið fór að minnka fyrir austan. „Þá koma þeir gjarnan hingað eða til Siglufjarða, enda stutt á miðin. „Þessir stóru bátar eru frá Þorbirni og Vísi í Grindavík og svo einn frá Rifi,“ segir Þórey. Hún segist hafa verið við löndum til hálfellefu í gærkvöldi og vinnudagurinn sé frá sjö á morgnana og fram eftir kvöldi, hvort sem það eru virkir dagar eða helgar.

Í vikulegum aflatölum sem birtar eru í Feyki má sjá heildarafla vikunnar hjá öllum bátum sem landa á Norðurlandi vestra.

Ingibergur Guðmundsson sendi Feyki meðfylgjandi myndir:

Mynd: Ingibergur Guðmundsson.

 

 

Fleiri fréttir