Lífsdans Geirmundar Valtýssonar hefst á ný
Dagskráin Lífsdans Geirmundar Valtýssonar, í flutningi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveitar Skarphéðins H. Einarssonar, sem flutt var sjö sinnum við góðar undirtektir síðast liðið vor, verður tekin upp aftur og flutt a.m.k. tvisvar í viðbót núna í nóvember. Fyrri tónleikarnir verða í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 7. nóvember kl 20:30 en seinni sýningin í Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 10. nóvember kl 20:30.
Um er að ræða lög Geirmundar í flutningi kórsins og hafa þau verið útsett af Rögnvaldi Valbergssyni. Stjórnandi kórsins er Sveinn Árnason, undirleikari Elvar Ingi Jóhannesson og Hjálmar B. Guðmundsson syngur einsögn.
