Lillukórinn með tónleika
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
29.04.2009
kl. 08.34
Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins í Húnaþingi vestra verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 1. maí kl. 21:00.
Á efnisskránni er fjölbreytt dagskrá eins og vænta má bæði innlend og erlend lög.
Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir – undirleikari og stjórnandi Elinborg Sigurgeirsdóttir.
Aðgangseyrir kr. 2000. Frítt fyrir 14 ára og yngri.
Veglegt kaffhlaðborð að hætti Lillukórsins verður í hléi.