Ljósmyndakeppni Skagafjarðar
Félag ferðaþjónustu í Skagafirði hefur verið að velta fyrir sér kynningarefni fyrir héraðið og hvaða ímynd Skagafjörður hefur í huga heimamanna og ekki síður ferðamanna. Því eins og máltækið segir "glöggt er gests augað". Félaginu finnst við Skagfirðingar þurfa líka dálítið á því að halda að fá að vita hvað ferðamönnum finnst um þetta svæði.
Myndasamkeppnin Skagafjörður með þínum augum er prófsteinn á að fá úr því skorið hvort það liggji einhver samhljómur á milli þeirra sem hér búa, ferðamanna og ekki síður okkar sem eru í Félag ferðaþjónustunni Skagafjarðar. Með myndasamkeppninni er ætlunin að bæði heimamenn og ferðamenn gefi okkur hugmynd með hvernig augum þeir sjá Skagafjörð, þá erum við að tala um náttúru, dýralíf, mannlíf og samfélagið.
Ekki eru strangar reglur um myndefnið, en þó þarf myndin að vera tekin í Skagafirði. Staðsetning um hvar myndin er tekin má fylgja og getur verið allt sem fólki dettur í hug. Hver og einn má senda inn eins margar myndir og vilji og áhugi er til. Nauðsynlegt er að myndin sé skýr og í góðri upplausn.
Nefndin áskilur sér rétt til að nota innsendar myndir til markaðs- og kynningarefnis fyrir Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, hvort sem það er á renninga, bæklinga og á heimasíðunnni visit skagafjordur.is. Keppnin stendur frá 15.maí til 1.október 2019.
Úrslitin verða kynnt að keppni lokinni og veglegir vinningar verða fyrir bestu myndina. Allar myndir verða til sýnis að keppni lokinni á visitskagafjordur.is og skagafjordur.is
Þáttakenndur þurfa að senda myndirnar á netfangið myndasamkeppni@gmail.com ásamt upplýsingum um nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang viðkomandi.
Við vonum að heimamenn taki þátt í keppninni, flott verðlaun verða í boði frá nokkrum ferðaþjónustuaðilum (afþreying)
Öllum er heimil þáttaka heimamenn og ferðamenn.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.