Lóuþrælar fara á stjá

Karlakórinn Lóuþrælar hefur auglýst eftir lagvissum körlum, sem langar til að eyða miðvikudagskvöldum í söng með góðum félögum. Æfingar verða haldnar í Ásbyrgi og hefjast 6. okt.

Að sögn Guðmundar St. Sigurðssonar er ætlunin að gefa mönnum kost á því að taka þátt í skemmtilegum félagsskap en um 30 manns skipa kórinn í dag. Spennandi verkefni eru framundan sem bíða kórmanna en um þau verður upplýst síðar. Guðmundur segir að búið sé að skipuleggja tvenna jólatónleika en sá fyrri verður haldinn 9. des á Borðeyri og sá síðari á Hvammstanga 16. des.

Ef löngun vaknar hjá einhverjum að taka þátt í skemmtilegu söngstarfi þá getur sá hinn sami  haft samband við Guðmund St. í síma 895 25 37 og í kjölfarið  komist að því með smá raddprófun hvort og þá hvar viðkomandi verði staðsettur í kórnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir