Lyfja í nýtt húsnæði

Í gær opnaði verslunin Lyfja í nýju og glæsilegu húsnæði á Ártorgi 1 á Sauðárkróki, því sama og Skagfirðingabúð er til húsa í. Í tilefni dagsins voru veittir peningastyrkir, annars vegar til tómstundahóps RKÍ vegna Fellstúns og Kleifartúns og hins vegar til Félags eldri borgara í Skagafirði. Það var Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju sem afhenti styrkina sem hljóðuðu hvor um sig upp á 150 þúsund krónur.
Sigurbjörn segir ástæðu flutninganna vera þá að hitt húsnæðið hafi verið orðið gamalt og þurfti endurnýjunar við. „Við fórum að líta í kringum okkur með annað húsnæði. Þá kom upp að þetta væri laust og okkur þótti tilvalið að hafa apótek í aðalverslun bæjarins. Það er hentugt fyrir alla ekki síst með aukinn ferðamannastraum í huga,“ segir Sigurbjörn.
Hann segir að með stærri búð fylgi meira vöruúrval m.a. í heilsu- og snyrtivörum og ný lína hafi verið tekin inn sem ekki hefur verið í verslun Lyfju áður.
Kynningar og opnunartilboð verða í boði í versluninni fram að lokun í dag í tilefni þessa tímamóta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.