Maður ársins á Norðurlandi vestra 2010 minnum á kosningu
Feykir og Feykir.is standa þessa dagana fyrir kosningu um mann ársins á Norðurlandi vestra. Líkt og undanfarin ár verður kosið á milli einstaklinga sem útvaldir aðilar og lesendur Feykis hafa komið að því að útnefna.
Bæði verður hægt að kjósa á Feyki.is en það er einungis hægt að kjósa einu sinni á hverjum sólahring úr hverri IP tölu en við viljum benda á að oft erum margar tölvur á sama heimili og eða vinnustað tengdar við sömu IP tölu. Eins verður hægt að senda okkur póst á netfangið Feykir@feykir.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt inn atkvæði sitt í síma 4557176. Hægt verður að kjósa frá hádegi 21. desember til hádegis þann 3. janúar. Úrslit verða kynnt í 1. blaði ársins sem kemur út þann 6. janúar 2011.