Magnús segir sögu Agnesar og Friðriks í Landnámssetrinu um helgina

Magnús Ólafsson, sagnamaður frá Sveinsstöðum, verður á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi um helgina þar sem hann mun segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni sem fram fór 12. janúar árið 1830. Þessir atburðir tengdust fjölskyldu Magnúsar persónulega og segir hann frá ótrúlegum atvikum í því samhengi, atvikum sem ekki hafa farið í hámæli og erfitt er að skýra.

Eins og fram kemur á heimasíðu Landnámssetursins er Magnús sagnamaður af guðs náð og heldur áhorfendum föngnum frá upphafi til enda. Upphaflega var farið af stað með eina sýningu þegar nákvæmlega 190 ár voru liðin frá aftökunni þann 12. janúar sl. en strax ákveðið að bæta við þremur sýningum helgina eftir. Nú um helgina verða tvær sýningar, laugardag og sunnudag og hefjast báðar klukkan 16 og standa yfir í tvær klukkustundir með stuttu hléi. „Við höfum alltaf verið með fullt hús og ég sé ekki annað en að það sé að verða fullt núna um helgina,“ segir Magnús.

HÉR er hægt að tryggja sér miða á sýningar helgarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir