Marjolijn van Dijk fyrst kvenna í mark í Urriðavatnssundinu 2014
Urriðavatnssund 2014 fór fram síðastliðinn laugardag. Alls voru 54 þátttakendur sem luku sundinu og þar af 49 sem syntu Landvættasund, 2,5 km. Samkvæmt vef Urriðasunds voru aðstæður hinar bestu, hlýtt í veðri, sólarlaust og nánast logn.
Fyrst af konunum í mark í Landvættasundinu var Maria Johanna van Dijk (Marjolijn), sem búsett er á Blönduósi og fyrstur í mark af körlunum var Gunnar Egill Benónýsson.
Þeir þátttakendur sem tóku þátt í Landvætasundinu stefna á að ná í Landvætta titilinn, en til að öðlast tiltilinn verður einstaklingur að ljúka fjórum þrautum Landvættafélagsins á 12 mánuðum. Auk Urriðavatnssundsins þurfa verðandi vættir að ljúka 50 km skíðagöngu við Ísafjörð og Bláa lóns þrautinni, 60 km hjólakeppni sem farin er milli Hafnarfjarðar og Bláa lónsins og Jökulsárhlaupið, sem er 32,7 km hlaup frá Dettifossi í Ásbyrgi.