Markaðssetning áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða

Fyrirlestur og vinnufundur um markaðssetningu áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða verður haldinn af Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði nk. fimmtudag 24. janúar á Hótel Varmahlíð. Fyrirlesari er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála.

Í kynningu á fyrirlestrinum segir að markaðssetning skipti miklu máli fyrir áfangastaði og hefur skilvirk mörkun áfangastaða og markaðssetning lengi verið talin eiga þátt í að efla samkeppnishæfni áfangastaða en sjálfsímynd staða sé sömuleiðis mjög mikilvæg í þessu ferli.

Fyrirlesturinn mun fjalla um leiðir til þess að kryfja sjálfsímynd áfangastaða sem svo leggur grunninn að mörkun- og ímynd áfangastaða. Í lokin mun Elísabet svo kynna niðurstöður úr meistaraverkefni sínu þar sem hún og danskur samnemandi hennar rannsökuðu þátttöku og viðhorf ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi á mörkun Norðurlands sem áfangastað.

Sjá nánar á Facebook- viðburði fyrirlestursins HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir