Meðalökuhraðinn hefur lækkað í Langadal
Á Húnahorninu er sagt frá því að meðalökuhraðinn á þjóðvegum landsins hefur lækkað verulega á fjórum árum, samkvæmt könnun Vegagerðarinnar. Frá árinu 2004 hefur til dæmis meðalökuhraðinn við Hvassafell í Norðurárdal lækkaði um sex kólómetra á klukkustund.
Í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og Öxnadalnum hefur meðalhraðinn lækkað um fimm kílómetra á klukkustund. Hraðinn var mældur á tíu stöðum við hringveginn, og var meðalökuhraðinn 93 kílómetrar á klukkustund.
Sumarökuhraði hefur lækkað verulega á Hringveginum frá því á árinu 2004. Hann hefur lækkað jafnt og þétt að árinu 2006 undanskildu þegar hann hækkaði. Ekki er hægt að meta umferðarhraðann að vetrarlagi því hann er það háður veðurfari.
Á þessu tímabili hefur meðalökuhraðinn á tíu stöðum lækkað um einn km á klst á ári sem er mjög mikið og enn meira þegar miðað er við svokallaðann V85 hraða sem hefur lækkað um 1,5 km á klst á ári. V85 er sá hraði sem 85 prósent ökumanna halda sig innan við en 15 prósent aka hraðar. Á þessu fjögurra ára tímabili hefur V85 hraðinn lækkað um 5,7 km á klst þ.e.a.s. úr 108,6 í 102,9.