Meirihlutinn hafnaði sameiningu
Í skoðanakönnun sem fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí sl. um sameiningu Húnavatnshrepps við önnur sveitarfélög voru 130 þátttakendur sem höfnuðu sameiningu, eða 52,6%.
Á vef Húnavatnshrepps kemur fram að alls tóku 247 manns þátt í könnuninni og eru það 79,4% af þeim sem voru á kjörskrá í Húnavatnshreppi. 52,6% höfnuðu sameiningu Húnavatnshrepps við önnur sveitarfélög. 111 þátttakendur eða 44,9% vildu sameiningu Húnavatnshrepps við önnur sveitarfélög.
50 þátttakendur sem vildu sameiningu Húnavatnshrepps við önnur sveitarfélög töldu sameiningu við Blönduósbæ vænlegastan kost. 42 af þeim töldu sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu vænlegastan kost. 9 þeirra töldu sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþings-vestra vænlegastan kost og 6 töldu sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vænlegastan kost.