Melló Músíka í kvöld
Það verður mikil tónlistarveisla í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld þegar að Melló Músíka fer fram. Um er að ræða lið í Eld í Húnaþingi þar sem heimafólk úr Húnaþingi vestra treður upp og flytur fjölbreytt lög.
Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló Músíka.
Húsið opnar klukkan 20:30, veislan hefst 21:00. Það er 18 ára aldurstakmark inn, fjólblátt ljós og 20 ára aldurstakmark við barinn.
Meira um Melló Músíka hér
/SMH
.