Menningarráð Norðurlands vestra úthlutar 32,5 milljónum
Á fundi sínum, 4. júní sl., úthlutaði Menningarráð Norðurlands vestra styrkjum til menningarverkefna. Alls bárust 93 umsóknir og var sótt um styrki að upphæð rúmar 80 milljónir króna.
Úthlutað var tveimur tegundum styrkja, annars vegar stofn- og rekstrarstyrkjum en þar hlutu átta aðilar styrki samtals að upphæð 12 milljónir króna. Hins vegar voru veittir verkefnastyrkir til 55 aðila að upphæð 20,5 milljónir króna.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:
Stofn- og rekstrarstyrkir:
2.100.000 kr. Laxasetur Íslands, Menningarfélagið Spákonuarfur, Samgönguminjasafn Skagafjarðar, Selasetur Íslands
1.050.000 kr. Kakalaskáli ehf, Nes listamiðstöð
750.000 kr. Grettistak ses, Textílsetur Íslands
Verkefnastyrkir:
1.750.000 kr. Byggðasaga Skagafjarðar
1.000.000 kr. Skotta ehf
900.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga
800.000 kr. Iðunn Vignisdóttir, Þekkingarsetur á Blönduósi o.fl.
700.000 kr. Tónlistarhátíðin Gæran, Leikfélag Sauðárkróks
600.000 kr. Eldur í Húnaþingi, Nes listamiðstöð, Karlakórinn Heimir
500.000 kr. Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps, Sjóminjasafnið Hofsósi ses, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirska kvikmyndaakademían
450.000 kr. Stefán R. Gíslason og Einar Þorvaldsson
400.000 kr. Vatnsdæla á refli, Leikfélag Hofsóss, Leikfélag Blönduóss, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
350.000 kr. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
300.000 kr. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson, Sóley Björk Guðmundsdóttir, Menningarfélagið Spákonuarfur, Áhugahópur um Sögulega safnahelgi, Á Sturlungaslóð, Barokksmiðja Hólastiftis ses, Nemendafélag FNV
250.000 kr. Ferðamálafélag V-Hún., Blönduósbær, Jónsmessunefnd Hofsósi, Textílsetur Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi, Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, Fornverkaskólinn
200.000 kr. Ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum, Gudrun Kloes, Árni Rúnar Hrólfsson, Félag áhugamanna um endurbyggingu Riishúss, Lilja Gunnlaugsdóttir og Ólína B. Hjartardóttir, Hulda S. Jóhannesdóttir og Gunnar Æ. Björnsson, Karlakórinn Lóuþrælar, Skagfirski kammerkórinn, Grundarhópurinn, Grettistak ses, Félag harmoníkuunnenda í Skagafirði, Guðbrandsstofnun, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
150.000 kr. Magnús Ásgeir Elíasson, Kvenfélag Rípurhrepps, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Höskuldur B. Erlingsson, Þingeyraklausturskirkja, Héraðsbókasafn Skagfirðinga o.fl.
100.000 kr. Jón Þorsteinn Reynisson, Blöndubyggð ehf