Menningarráð úthlutar 17,5 milljónum
Seinni úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Norðurlands vestra, fyrir árið 2010, fór fram í Hótel Varmahlíð fimmtudaginn 28. október. Alls fékk 51 aðili styrk samtals að upphæð 17,5 milljónir. Hæstu styrkirnir námu 1.200 þúsundum en þeir lægstu voru 100 þúsund krónur.
Að þessu sinni voru áberandi styrkir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu eða rúmur þriðjungur heildarupphæðarinnar. Þar næst komu styrkir til margs konar tónlistarverkefna.
Eftirtaldir aðilar fengu styrki:
1.200.000 kr. Skotta kvikmyndafjelag
Lífið - yfir sjó og land (5 sjónvarpsþættir)
1.200.000 kr. Menningarfélagið Spákonuarfur
Þórdísarstofa og spákonuhof (sýning o.fl.)
1.200.000 kr. Söngskóli Alexöndru / Ópera Skagafjarðar / Tónlistarskóli
A-Hún. / Tónlistarskóli V-Hún.
Óperudraugurinn
1.200.000 kr. Sögusetur íslenska hestsins
Tvö verkefni: Íslenski hesturinn, sýning - lokafrágangur 1. áfanga og Fræðslu- og menningarkvöld
1.000.000 kr. Gestastofa sútarans
Hagleikssmiðja (sýning um sögu sútunar á Íslandi)
1.000.000 kr. Vestrið ehf.
Kántrýsetur á Skagaströnd
650.000 kr. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Tvö verkefni: Fræðsluefni til barna á byggðasafni og Munir eiga sér sögu
500.000 kr. Sveitarfélagið Skagafjörður
Matarkistan Skagafjörður (útgáfa matreiðslubókar)
500.000 kr. Vinir Kvennaskólans á Blönduósi
Minjastofa Kvennaskólans á Blönduósi og Elínarstofa (sýning)
500.000 kr. Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
Segulbandsupptökur með viðtölum við V-Húnvetninga - varðveisla, skráning, aðgengi
450.000 kr. Töfrakonur / Magic Women
Tvö verkefni: Hveravallagull (hönnun skartgripa) og Nokkur lauf að norðan (útgáfa smásagnasafns)
400.000 kr. Á Sturlungaslóð
Sögukort á Sturlungaslóð
400.000 kr. Sigurður Hansen
Kakalaskáli (sýning)
400.000 kr. Júlíus Már Baldursson
Íslenska landnámshænan (sýning)
400.000 kr. Helga Guðrún Hinriksdóttir
Húsaverkefni (vefsíða um sögu húsa í Húnaþingi vestra)
400.000 kr. Unglist í Húnaþingi
Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi
400.000 kr. Nes listamiðstöð
Dvalar- og verkefnisstyrkir fyrir listamenn
300.000 kr. Sögufélag Skagfirðinga
Skagfirskar æviskrár 1910-1950 8. bindi (ritun)
300.000 kr. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga og Byggðasaga Skagafjarðar
Gerð gagnagrunns um sögu byggðar í Skagafirði
250.000 kr. Landnám Ingimundar gamla
Á slóð Vatnsdælasögu - bætt aðgengi minjastaða
250.000 kr. Heimilisiðnaðarsafnið
Endurnýjun sýningar
250.000 kr. Fornverkaskólinn
Námskeið í torfhleðslu og grindarsmíði og Dagur torfsins
250.000 kr. Leikfélag Sauðárkróks
Jón Oddur og Jón Bjarni (leiksýning)
250.000 kr. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Leikritið Sextán (leiksýning)
250.000 kr. Félag harmonikuunnenda í Skagafirði
Tvö verkefni: Jól og áramót (útgáfa geisladisks) og Manstu gamla daga 2 (bl. dagskrá)
200.000 kr. Háskólinn á Hólum - Hólarannsóknin
Fornir viðir Kolkuóss og Keldudals (skýrsla)
200.000 kr. Sveitarfélagið Skagaströnd
Yfirlitssýning málverka eftir Sveinbjörn H. Blöndal
200.000 kr. Skagfirski kammerkórinn
Söngur og samvera (tónleikar)
200.000 kr. Dream Voices ehf.
Söngdíva úr austurvegi í fylgd tregahorns, slaghörpu og stúlknakórs
200.000 kr. Andri Már Sigurðsson
Rainiday in the park (útgáfa geisladisks)
200.000 kr. Línudansaklúbbur Skagastrandar
Línudansahátíð á Skagaströnd í júní 2011
200.000 kr. Virki þekkingasetur
Matarvirkið (kynningarstarf)
200.000 kr. Rökkurkórinn
Tvö verkefni: Útgáfutónleikar 2010 og Vortónleikar 2011
150.000 kr. Karlakórinn Heimir
Horft um öxl og fram á veg (tónleikar)
150.000 kr. Erla G. Þorvaldsdóttir og Hulda Jónasdóttir
Stúlkan með lævirkjaröddina (útgáfa geisladisks)
150.000 kr. Grundarhópurinn
Listaflóð á vígaslóð (bl. dagskrá)
150.000 kr. Bardúsa, Ferðamálafélag V-Hún. og Grettistak
Forn handbrögð (handverksnámskeið)
100.000 kr. Lafleur ehf.
Örlagateningur (útgáfa skáldsögu)
100.000 kr. Gísli Þór Ólafsson
Sæunnarkveðja (útgáfa ljóðabókar)
100.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga
Torf til bygginga (þýðing og útgáfa)
100.000 kr. Hollvinafélag Víðidalstunguheiðar
Söguskilti við Hliðskjálf við Skammá á Víðidalstunguheiði
100.000 kr. Hjalti Árnason
Ljósmyndasýning
100.000 kr. Jón Hilmarsson
Skín við sólu Skagafjörður (ljósmyndasýning)
100.000 kr. Kór Blönduósskirkju, Kór Hólaneskirkju, Samkórinn Björk og Tónlistarskóli A-Hún.
Jólatónleikar 2010
100.000 kr. Sóknarnefnd Miklabæjarkirkju
Haustkvöld við orgelið
100.000 kr. Jóhanna Marín Óskarsdóttir
Rökkurró ( tónleikar)
100.000 kr. Karlakórinn Lóuþrælar
Jólatónleikar 2010
100.000 kr. Gömlu kellurnar
Gömlu kellurnar - aðventu- og jólastemning (dagskrá fyrir börn)
100.000 kr. Skíðadeild Tindastóls
Afmælisvetrarleikar (kvöldvaka)
100.000 kr. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls
Menningarkvöld í tali og tónum
100.000 kr. Sögufélagið Húnvetningur
Húnvetnsk sagnfræði (fyrirlestrar)