Met þátttaka á Umhverfisdegi Fisk Seafood

Hér má sjá Jóa Þórðar á gröfunni og Hólmfríði Guðmundsdóttur að skila frá sér rusli. Mynd: Davíð Már.
Hér má sjá Jóa Þórðar á gröfunni og Hólmfríði Guðmundsdóttur að skila frá sér rusli. Mynd: Davíð Már.

Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn laugardaginn 3. maí síðastliðinn í frábæru veðri. Markmið þessa dags er að sameinast í útiveru með fjölskyldu og vinum með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þátttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Í tilkynningu sem kom frá Fisk Seafood segir að enn eitt metið hafi verið slegið í ár þ.e. að alls mættu 927 einstaklingar fyrir 16 aðildafélög og/eða deildir innan UMSS í Skagafirði til að plokka og í heildina var 21.4 tonn af rusli tínt upp þennan daginn. 

Aðalstjórn Tindastóls sendi frá þér opið bréf til Fisk Seafood og það er vel við hæfi að leyfa þessu bréfi að fylgja með hér því þessi stuðningur við íþróttastarfsemi Skagafjarðar er ómetanlegur fyrir sumar deildir.

Fleiri fréttir