Miðasalan hafin á Skagfirðingablótið í Reykjavík
Hið árlega þorrablót Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið laugardaginn 22. janúar nk. Veislustjóri verður Valgerður Erlings; Hörður Ólafsson (Bassi) spilar fyrir dansi, Ásta Júlía syngur, Sigfús Sigfússon (Fúsi Agga) flytur þorrapistil, fjöldasöngur og ofl skemmtilegt.
Svignandi þorrahlaðborð verður með súrmat og öllu tilheyrandi og hver og einn getur tekið með sér drykki að vild, en einnig eru vínveitingar á staðnum.
Miðar verða eingöngu seldir í forsölu, sem nú er hafin, og stendur til 18. janúar. Miðar eru á eins sanngjörnu verði og kostur er, segir í tilkynningu frá Skagfirðigafélaginu, enda aðeins markmið félagsins að blótið standi undir sér. Miðaverð fyrir mat, skemmtun og ball er kr. 4.900,-
Skagfirðingablót 2011 verður haldið í Húnabúð, Skeifunni 11, Reykjavík og opnar húsið kl. 19:00 og borðhald upp úr kl. 20:00.
Nánari upplýsingar veita Lúlla (898 1766), Hulda (866 0114) og Radda (692 3924).