Miðasölu á Króksblót lýkur í dag
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Króksblót 2020 en miðasölu í Blóma og gjafabúðinni lýkur í dag, föstudaginn 7. febrúar. Allt stefnir í hörkublót að sögn Hjartar Geirmundssonar sem leitt hefur undirbúningsvinnu ´67 árgangsins fyrir blótið.
Blótið er haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og býst Hjörtur við að yfir 500 manns mæti, bæði heimamenn sem brottfluttir. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.
Hljómsveit kvöldsins leikur fyrir dansi og leiðir fjöldasöng og segir Hjörtur að skemmtiatriði verði í bland flutt af árgangi ´67 og öðrum skemmtikröftum af svæðinu og lofar hann mikilli stemningu.
„Allir af stað og kaupa miða í dag!“ segir Hjörtur og eins og áður segir eru miðar seldir í Blóma-og gjafabúðinni og munið að ekki er tekið við kortum. Miðinn á 4000 kall.
Nánar HÉR