Mikið að gera hjá landnámshænunni

Nú hafa ungar skriðið úr eggjum hjá landnámshænunum á Tjörn á Vatnsnesi og stendur útungun yfir fram til dagsins í dag eftir því sem fram kemur á heimasíðu hænsnanna. Sett voru alls 520 egg í útungunarvélarnar núna þar sem bæði fyrri hollin eru upp pöntuð.

Þann 1. júní voru fyrstu ungarnir afhentir nýjum eigendum og er farið að afgreiða upp í pantanir sem komið hafa inn frá því í vetur sem leið. Fjölbreytt litaval er á fuglunum og eru þeir allir fallegir segir ennfremur á hænsnasíðunni.

Fleiri fréttir