Mikið tjón í eldsvoða á Víkum í nótt

Víkur á Skaga. Myndina tók Rúnar Símonarson þegar unnið var að lagningu rafmagns og ljósleiðar að Víkum fyrir tveimur árum. Skemman sem brann er til vinstri við vinnuvélina á myndinni.
Víkur á Skaga. Myndina tók Rúnar Símonarson þegar unnið var að lagningu rafmagns og ljósleiðar að Víkum fyrir tveimur árum. Skemman sem brann er til vinstri við vinnuvélina á myndinni.

Ljóst er að mikið tjón varð er skemma á bænum Víkum á Skaga brann til kaldra kola í eldsvoða í nótt. Skemman stóð skammt frá bænum en ekki var hætta á að eldurinn bærist í aðrar byggingar. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Séð heim að Víkum, skemman vinstra megin á myndinni. Aðsend mynd.

 Séð heim að Víkum, skemman vinstra megin á myndinni. Aðsend mynd.

Tilkynning barst um eldinn um klukkan fjögur í nótt og tók það slökkviliðið á Skagaströnd innan við klukkutíma að komast á staðinn og segir Karen Helga R. Steinsdóttir, bóndi á Víkum í samtali við Mbl.is að það sé stuttur tími miðað við að bærinn stendur afskekkt og er einn af ystu bæjum á Skaga.

Karen segist hafa orðið eldsins vör þegar hún vaknaði til að sinna átta mánaða syni sínum en þá stóð skemman í ljósum logum. Maður Karenar, Jón Helgi Sigurgeirsson, fór til að athuga hvort einhverju yrði bjargað en ljóst var að svo var ekki. Í skemmunni voru þrjár drátt­ar­vél­ar, sú yngsta frá ár­inu 2014 og ein sem var ný­upp­gerð og hafði viðgerð hennar tekið margar vinnustundir. Einnig voru þar geymd mörg verk­fær­i af ýms­u tagi og rekaviður sem búið var að vinna.  Tjónið mun hlaupa á milljónum króna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir