Mikil samstaða um samningaleiðina

Þverpólitísk endurskoðunarnefnd, skipuð fulltrúum  hagsmunasamtaka í sjávarútvegi hefur nú skilað af sér nær samhljóða áliti um meginatriði fiskveiðistjórnarinnar og telur meirihluti starfshópsins rétt að gerðir verði  samningar um nýtingu aflaheimilda. Þannig verður gengið  formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. 

Einar K. Guðfinnsson þingmaður segir í aðsendri grein hér á Feyki.is að afstaða hans  og Sjálfstæðisflokksins muni mótast af því leiðarljósi sem þeirra vilji er til að fylgja varðandi breytingar á fiskveiðistjórnuninni. „Við teljum afar brýnt að ætíð sé þess gætt að lög um fiskveiðimál tryggi sjávarútveginum gott rekstrarumhverfi, sveigjanleika og svigrúm til hagræðingar. Þess vegna á almenna fiskveiðilöggjöfin að stuðla að slíku“.

Einar fagnar því að niðurstaða sé fengin í erfiðu deilumáli og segir að til þess að það tækist, þurftu allir að sýna mikinn samstarfsvilja og sveigja frá ítrustu sjónarmiðum. „Þessa niðurstöðu eiga stjórnvöld að virða og standa að því samkomulagi sem náðist með þessum hætti í nefndinni“, segir Einar K.

Grein Einars má lesa HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir