Mikill áhuga á íslenskunámskeiðum hjá Farskólanum

Mikill viðsnúningur hefur orðið hjá Farskólanum varðandi íslenskunám fyrir fólk af erlendum uppruna. Á vef Farskólans er sagt frá því að fimm námskeið hafa verið haldin á þessu skólaári um allt Norðurland vestra. Á Hvammstanga var haldið eitt námskeið, á Blönduósi tvö námskeið og þar af annað svokallað tilraunanámskeið þar sem farnar eru nýjar leiðir í kennslunni og tvö námskeið í Skagafirði.

Á þremur þessara námskeiða voru aðstoðarkennarar eða túlkar en það var eindregin ósk þeirra sem sóttu námskeiðin að túlkur væri til staðar.

Kennarar námskeiðanna voru: Sigrún Þórisdóttir, Sara Níelsdóttir og Hörður Ríkharðsson. Túlkar voru: Á Hvammstanga var Vilém Cahel, á Blönduósi var Pawel Mickiewicz  og á Sauðárkróki var Anna Katarzyna Szafraniec.

Fleiri fréttir