Mikilvægur leikur í kvöld
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Tindastól mætir botnliði Hamars frá Hveragerði í kvöld á Sauðárkróksvelli kl. 20:00.
Liðin sitja bæði í fallsætum í 2. deildinni. Tindastóll í 11. sæti og Hamar í 12. og jafnframt því neðsta. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir strákana okkar því með sigri í honum opnast möguleikar á því að tryggja sig áfram í deildinni.
Líkt og fyrr í sumar er frítt á völlinn og segir á heimasíðu Tindastóls að stuðningur áhorfenda hafi sitt að segja og því sé mjög mikilvægt að fá hann í kvöld.
Feykir.is leggur hér með sitt að mörkum og segir Áfram Tindastóll.