Milljón til úr Þjóðhátíðarsjóði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.12.2010
kl. 09.26
Við sögðum frá því á föstudag að rúmar tvær milljónir hefðu komið úr Þjóðhátíðarsjóði á Norðurland vestra en í þeirri upptalningu vantaði tvo styrki upp á samtals eina milljón króna.
Var þar um að ræða verkefnin prentminjasafn á Hólum sem hlaut 600.000 krónur í styrk og Fornverkaskólann sem hlaut 400.000 krónur.