Minnisvarði um Jón S. Bergmann
Á 140 ára afmælisdegi Jóns S. Bergmann, laugardaginn 30. ágúst 2014 verður afhjúpaður minnisvarði um skáldið á fæðingarstað hans, Króksstöðum í Miðfirði. Minnisvarðann gerði Erlingur Jónsson, myndhöggvari í Osló, að tilhlutan tveggja dótturbarna Jóns. Norðanátt greindi frá þessu.
Í tilefni þessa verður flutt dagskrá sem byggir á ævi og verkum skáldsins. Verður hún flutt í Félagsheimilinu á Hvammstanga en afhjúpunin fer fram að Króksstöðum.
Dagskrá:
Kl. 13:30 Afhjúpun minnisvarða að Króksstöðum í Miðfirði.
Kl. 14:30 Dagskrá í félagsheimilinu á Hvammstanga:
Ævi og verk Jóns S. Bergmann: Valdimar Tómasson, skáld.
Miðfjörður eftir Jón S. Bergmann við nýtt lag eftir Gunnar Þórðarson tónskáld. Flytjendur: Barbörukórinn, stjórnandi Guðmundur Sigurðsson. Einsöngvari: Óskar Pétursson. Píanóundirleikur: Snorri Sigfús Birgisson.
Vígslukviða, nýtt lag eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld, við þrjár vísur eftir Jón S. Bergmann. Flytjendur: Barbörukórinn, stjórnandi Guðmundur Sigurðsson. Píanóundirleikur: Atli Heimir Sveinsson.
Á sumardaginn fyrsta og Morgunn eftir Jón S. Bergmann við nýtt lag eftir Gunnar Þórðarson. Flytjendur: Barbörukórinn, stjórnandi Guðmundur Sigurðsson. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Píanóundirleikur: Snorri Sigfús Birgisson. Klarinettuundirleikur: Arngunnur Árnadóttir.
Vígslukaffi.
Í kaffinu mun kvæðamaðurinn Pétur Húni Björnsson kveða nokkrar vísur eftir Jón S. Bergmann.