Minnt á systkinaafslátt
Á heimasíðu leikskólans Glaðheima á Sauðárkróki eru foreldra minntir á systkinaafslátt sem gildir á milli vistunarúrræða Sveitarfélagsins.
Þar kemur fram að veittur sé afsláttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Þessi afsláttur gildir jafnt innan leikskólans sem og á milli annarra vistunarúrræða s.s. leikskóla/Árvistar leikskóla/ dagmömmu og leikskóla/Árvistar/dagmömmu. Afsláttur á milli leikskóla/ Árvistar gildir einungis eitt skólaár í senn því þarf að sækja um hann á hverju hausti. Það er ekki nóg að eiga inni umsókn frá síðasta skólaári.