Mótið er opið öllum

Ungmenni í Skagafirði eru hvött til þess að skrá sig og taka þátt í Unglingalandsmótinu sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Keppnisgreinar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Keppnisgreinarnar eru:

Knattspyrna, glíma, golf, frjálsíþróttir, bogfimi, hestaíþróttir, motorcross, siglingar, stafsetning, strandblak, sund, upplestur, tölvuleikir, skák, körfubolti og dans.

Einnig verða margar kynningar í boði á ólíkri hreyfingu ásamt þrautum, fjallgöngu á Molduxa, Parkour, eggjakökubakstri og ýmsu fleiru auk spennandi afþreyingar fyrir alla aldurshópa.

Það er ekki nauðsynlegt að keppa á landsmóti til þess að taka þátt. Mótið er svo sannarlega opið öllum, ekki bara keppendum.

Skráning er hafin inni á vef UMFÍ.

Fleiri fréttir