Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Nýr kjarasamningur var samþykktur hjá öllum félögum Starfsgreinasambands Íslands en niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lá fyrir í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en mjótt var á munum hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði þar sem aðeins eitt atkvæði skyldi að.

Ekki er hægt að segja að kjörsókn hafi verið góð í félaginu því aðeins 11,15% félagsmanna sá sér fært að kjósa eða 58 manns af 520. Atkvæðin skiptust með eftirfarandi hætti:
JÁ   sögðu 29, eða 50%
NEI sögðu 28, eða 48,28%
Einn tók ekki afstöðu, eða 1,72%

Kjarasamningurinn var því samþykktur en litlu mátti muna. 

Hjá Stéttarfélaginu Samstöðu í Austur-Húnavatnssýslu voru 288 manns á kjörskrá og kusu alls 39 félagsmanna eða 13,54%. Já sögðu 32, sem gerir 82,05% en 7 voru á móti eða 17,95% og enginn tók ekki afstöðu. 

Í heildina var kjörsókn hjá Starfsgreinasambandinu 12,78%, já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu en á kjörskrá voru 36.835 manns.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir