Myndband frá opnun Heilsupróteins
feykir.is
Skagafjörður
22.10.2017
kl. 12.06
Það var mikið um að vera í salarkynnum mjólkursamlags KS þegar fyrri hluti próteinverksmiðjunnar var vígð með pompi og prakt en sögur segja að á annað þúsund manns hafi mætti í veisluna. Skotta Film var á staðnum og fangaði stemninguna sem var innblásin af gleði og bjartsýni.
Fleiri fréttir
-
Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 11.10.2025 kl. 23.01 oli@feykir.isLið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.Meira -
Mikil skuldbinding að taka þátt í svona keppni
Hrannar Freyr Gíslason er kennari í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, fæddur Sauðkrækingur og sonur Gísla Kristjánssonar og Svanhildar Einarsdóttur. Hann er lærður húsasmíðameistari með kennsluréttindi iðnmeistara frá Háskóla Íslands og einnig með rafvirkjamenntun frá FNV og ef þið hélduð að upptalningin væri búin er það misskilningur hann er nefnilega líka menntaður flugvirki frá Spartan School of Aironautics. Börnin sem Hrannar á eru fjögur, Samúel, Sandra,Gunnar og Guðjón og er hann í sambandi með Élise Plessis. Hrannar fór utan með Freyju Lubinu Friðriksdóttur á EuroSkills og Feykir heyrði í Hrannari eftir ferðina.Meira -
Hefur bæði spilað með Tindastól og Gimle í Bergen
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir ein af íþróttagoðsögnum Skagafjarðar er (nú kemur fullyrðing án heimilda) sú eina sem bæði hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og Noregsmeistari í körfubolta sama árið. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í dag. Blaðamaður fékk ábendingu með hvaða liði Dúfa var að spila í Noregi þegar hún varð Noregsmeistari en það var einmitt lið Gimle sem væntanlegt er á Krókinn á þriðjudaginn næsta til að leika á móti mfl.karla í körfunni í Evrópukeppninni. Dúfa er því sennilega sú eina sem hefur spilað bæði með Tindastól og Gimle.Meira -
Frumsýning Óvita í kvöld
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 10.10.2025 kl. 14.20 gunnhildur@feykir.isLeikfélag Sauðárkróks frumsýnir í kvöld leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur. Mikill spenningur er í leikhópnum enda alltaf gaman að frumsýna eftir stífar æfingar undanfarið.Meira -
Um fornleifarannsóknir á Höfnum á Skaga | Ásta Hermannsdóttir skrifar
Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.Meira