Myndlistasýningin Norður opnuð á morgun

Norður, myndlistarsýning Renata De Bonis í Gúttó, Sauðárkróki verður opnuð á morgun, laugardaginn 16. Nóvember. Opið verður laugardag og sunnudag 16. og 17. nóvember og laugardaginn og sunnudaginn 23. og 24.nóvember kl. 14:00-17:00 alla dagana.
Renata De Bonis fæddist árið 1984 í Sao Paulo, þar sem hún býr og starfar. Hún útskrifaðist í myndlist frá FAAP-SP. Þótt búsett sé í Sao Paulo finnur listakonan að mestu myndrænar tilvísanir í verk sín á stöðum og í þemum sem eru langt frá þéttbýlu umhverfi. Í málverkum hennar gefur kyrrlátt landslag og hlutlausir litir tilfinningu fyrir einveru og tilvistarlegu tómi. Renata hefur ferðast um heiminn í leit að auðninni til að þróa verk sín. Árið 2009 var hún um tíma í Kaliforníu eyðimörkinni til að vinna út frá landslagi þjóðgarða eins Joshua Tree.

Í sýningunni “Norður” sýnir listakonan málverk og hluti sem hún hefur skapað á þeim tíma sem hún hefur búið og starfað á Skagaströnd, á gestavinnustofum Ness-listamiðstöðvar, þar sem hún leitaði að óbyggilegum stöðum í auðninni til að þróa málverk sín. Notkun á gagngnsærri olíumálningu með vaxi og drungalegum gráum litatónum framkallar hið dapurlega og dulúðuga bergmál í myndum hennar, í jafnvægi við fíngerða spennuna í blæbrigðum skugganna milli flatanna.

Fleiri fréttir