Nægur fiskur á Húnaflóa

 Á heimasíðu Skagastrandar er sagt frá því að mikill afli hafi veiðst á Húnaflóa að undanfarna og af því tilefni hafi fjöldi báta lagt upp að bryggju á Skagaströnd. Eru flestir þerira sem þar land að selja afla sinn á markað.

Þorbjörn í Fiskanesi sem gerir út frá Grindavík lagði að bryggju sitt hvorn daginn með bátana Valdimar GK og Ágúst GK. Landaði sá fyrrnefndi 15. október 66,2 tonnum og sá síðarnefndi tæplega 48 tonnum daginn eftir.
 
Er á heimasíðu Skagastrandar listi yfir báta sem lönduðu í vikunni:
 

Þann 15. október lönduðu þessir bátar:
 
Sæfari SK,           2.315 kg
Svanhvít HU,       2.738 kg
Bjartur í Vík HU,     616 kg
Kristbjörg HF,      5.353 kg
Hildur GK,            5.694 kg
Kristinn SH,         9.989 kg
Hafrún                  4.222 kg
Valdimar GK,    66.211 kg
Surprise HU,          288 kg
 

Þann 16. október lönduðu þessir bátar:
Gunnar afi SH,   3.410 kg
Óli Gísla GK,      8.785 kg
Ágúst GK,         47.865 kg
Hildur GK,           4.319 kg
Kristbjörg HF,     5.499 kg
Kristinn SH,      12.845 kg
Dagrún ST,         2.537 kg

Fleiri fréttir