Náttúru og mannlífsmyndir í A-Húnavatnssýslu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.10.2008
kl. 09.45
Á veitingastaðnum Pottinum og pönnunni stendur nú yfir ljósmyndasýning sem ber heitið Náttúru og mannlífsmyndir í A-Húnavatnssýslu. Það er Bjarni Freyr Björnsson ættaður frá Húnsstöðum sem sýnir myndir þar og í viðtali við Feyki sem kom úr í gær segir hann að sýningin standi út nóvember.
Þetta er fyrsta ljósmyndasýningin sem bjarni heldur en benda má á að hann mun halda áfram að sýna myndir á Pottinum og pönnunni þó það kallist ekki formleg sýning.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnun sýningarinnar.