Nemandi frá FNV í úrslit eðlisfræðikeppni framhaldsskólanemenda
Davíð Örn Þorsteinsson, nemandi á eðlisfræðistíg FNV, komst áfram í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanemenda. Forkeppni Landskeppninnar í eðlisfræði var haldin í febrúar og tóku 186 nemendur úr 15 skólum þátt að þessu sinni. Fjórtán keppendum úr sjö framhaldsskólum er boðið í úrslitakeppnina sem verður um miðjan mars.
Eftir úrslitakeppnina verður valið í landslið Íslands sem keppir á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Allir keppendur í úrslitakeppninni fá bókarverðlaun fyrir góðan árangur í forkeppninni og fimm efstu í úrslitakeppninni fá peningaverðlaun.
Annar nemandi af Norðurlandi komst áfram, en sá er Brandur Þorgrímsson sem stundar nám við M.A.
Þess er skemmst að minnast að þrír nemendur frá FNV komust í úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanemenda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.